Minni hagvöxtur í Kína og breytt samsetning hagvaxtarins hefur haft mikil áhrif á alþjóðaviðskipti sem og hrávöruverð. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Peningamála, tímariti Seðlabankans um efnahagsmál á Íslandi sem og á heimsvísu.

Sveiflur á fjármálamörkuðum í Kína og óvissa um áframhaldandi efnahagsþróun þarlendis hefur leitt til nokkurs titrings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, þar eð miklu fjármagni frá þróuðum ríkjum hefur verið fjárfest þar í landi.

Lakar hagvaxtarhorfur í nýmarkaðsríkjum á borð við Kína, þar sem bjarnarmarkaður hefur verið dágóða stund, hefur þá leitt til þess að fjármagn leitar nú frá nýmarkaðsríkjum og aftur til þróaðra ríkja.