Beringer Finance, sem er norrænn fjárfestingabanki, mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sameinast stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka á næstunni. Starfsfólki á að hafa verið greint frá þessu í gær. Þetta kemur fram á vef mbl .

Aðalsteinn Jóhannsson, sem er stærsti hluthafi og stjórnarformaður bankans, mun samkvæmt heimildunum taka sæti í framkvæmdastjórn yfirtökubankans og leiða alþjóðlegt samruna- og yfirtökuteymi bankans. Aðalsteinn á um það bil 60% hlut í bankanum.