American Airlines og lággjaldaflugfélagið JetBlue hafa tilkynnt um samtarf sem ætti að hjálpa flugfélögunum í gegnum bratta tíma sökum heimsfaraldursins. Samstarfið ætti að styrkja stöðu félagana á norðaustur markaði í Bandaríkjunum, meðal annars í New York og Boston.

Þau vilja markaðssetja flug hvers annars auk þess að gefa viðskiptavinum sínum kost á að nýta afslætti sína hjá báðum félögunum. American hafði fyrr á árinu gert sambærilegt samkomulag á vesturströnd Bandaríkjanna við Alaska Air Group. WSJ segir frá.

Samningaviðræður hófust áður en að heimsfaraldurinn barst til Bandaríkjanna en var síðan flýtt. Ekki hefur samkomulagið verið samþykkt af eftirlitsaðilum en ef svo færi yrðu félögin með flestar brottfarir í New York.

Hlutabréfaverð American Airlines hafa lækkað um 56% það sem af er ári og bréf JetBlue hafa lækkað um 40%.