Eins og greint var frá í síðustu viku var fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Anglila færður niður úr genginu 105 niður í 55 en sjóðnum var ætlað að fjárfesta í fasteignaverkefnum í London. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í síðustu viku hefur sjóðurinn einungis farið í eitt af þeim verkefnum sem höfðu verið kynnt fyrir fjárfestum.

Árið 2017 var greint frá því að stærð sjóðsins hefði numið um 40 milljónum punda. Samkvæmt heimildum blaðsins var stærð sjóðsins einungis um 17,6 milljónir punda og var hann því ríflega helmingi minni en upprunalega hafði verið gefið út.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .