Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 1. júní næstkomandi. Frá þessu er greint á vef bankans. Vaxtabreytingarnar nú fela í sér meiri lækkun á vöxtum útlána bankans en innlánum. Breytilegir óverðtryggðir íbúðalánavextir lækka um 0,50% og hafa þá lækkað um 3,06% frá byrjun árs 2019 og hafa óverðtryggðir breytilegir vextir Arion banka lækkað mest á markaði.

Óverðtryggð íbúðalán

  • Óverðtryggðir breytilegir vextir lækka um 0,50% og verða 3,54%
  • Fastir 5 ára vextir lækka um 0,60% og verða 4,49%

Verðtryggð íbúðalán

  • Verðtryggðir breytilegir vextir lækka um 0,30% og verða 2,74%
  • Fastir 5 ára vextir lækka um 0,10% og verða 2,54%

Bílalán

  • Vextir bílalána lækka um allt að 0,60%

Kjörvextir

  • Almennir óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,40%
  • Almennir verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,20%

Annað

  • Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga lækka um allt að 0,75%

Innlán

  • Breytilegir innlánavextir bankans munu í mörgum tilfellum haldast óbreyttir þrátt fyrir stýrivaxtalækkun en þó munu vextir nokkurra innlánareikninga lækka um 0,05% - 0,75%