Greiningardeild Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,10% milli mánaða í nóvember en það er í samræmi við síðustu skammtímaspá bankans, að því er segir í nýjust markaðspunktum bankans .

Spáir bankinn því að húsnæðisliðurinn muni drífa verðbólguna áfram en á móti lækki flugfargjöld til útlanda. Reiknuð húsaleiga lækkaði í október en hún hafði ekki lækkað í meira en tvö ár og kom sú lækkun greiningaraðilum á óvart.

Bankinn gerir þó ekki ráð fyrir lækkun reiknaðrar húsaleigu í nóvember en hins vegar eru litlar  innistæður fyrir verulegum hækkunum og spáir bankinn því hóflegri hækkun húsnæðisverðs. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan standa í 2,0%.