Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri ALM Verðbréfa, tók í lok nóvember sæti í stjórn Meniga. Í sama mánuði fóru Helga Hlín Hákonardóttir og Danielle Neben úr stjórninni. Framtakssjóðurinn Kjölfesta, sem stýrt er af ALM Verðbréfum og Kviku, er meðal hluthafa í Meniga.

Kjölfesta fjárfesti í Meniga árið 2013. Fréttablaðið greindi frá því í október að Kjölfesta mæti Meniga á um fimm milljarða króna. Íslandsbanki, Swedbank og Unicredit fjárfestu öll í Meniga á síðasta ári fyrir þrjár milljónir evra hvert.