Rekstrarhagnaður laxeldisfyrirtækisins Arnarlax nam 26 milljónum norskra króna eða því sem nemur rúmlega 362 milljónum íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Jókst rekstrarhagnaðurinn um 23 milljónir norskra króna frá sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í uppgjöri norska laxeldisfyrirtækisins SalMar en félagið á nú 61,77% hlut í félaginu eftir að hafa aukið hlut sinn úr 41,95% í 54,23% í febrúar og svo aftur í núverandi hlutdeild í apríl.

Rekstrarhagnaður félagsins nam 51 milljón norskra króna eða því sem nemur rúmlega 700 milljónum íslenskra króna á fyrri helmingi ársins en 38 milljóna rekstrartap var á rekstri félagsins í fyrra í norskum krónum.

Velta félagsins á fjórðungnum nam 177 milljónum norskra króna á öðrum ársfjórðungi eða því sem nemur tæplega 2,5 milljörðum íslenskra króna. Jókst velta Arnarlax um 99 milljónir norskra króna frá sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins námu 310 milljónum norskra króna á fyrri helmingi ársins og jukust um 92 milljónir milli ára.