Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2021, hækkar um 0,47% frá ágústmánuði og stendur fyrir vikið í 508,2 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,19% frá fyrri mánuði og er 429,8 stig.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,9%.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, það er reiknuð húsaleiga, hækkaði um 1,7% og eru áhrif á vísitöluna 0,29%. Verð á fötum og skóm hækkaði um 4,1%, og eru áhrif á vísitöluna 0,15%, en flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 7,0% og eru neikvæð áhrif á vísitöluna 0,11%.

Vísitala neysluverðs reiknuð í september gildir til verðtryggingar í nóvember 2021.