Japanski bjórframleiðandinn hefur nú gert drög að samningi við SABMiller um að kaupa af þeim tvö stór vörumerki fyrir tæpa 500 milljarða króna. Vörumerkin sem um ræðir eru þá Peroni og Grolsch. Asahi er ef til vill helst þekkt fyrir Asahi Super Dry bjór sinn, sem er vinsæll í Japan jafnt sem utan.

Asahi, sem fer með ríflega 38% markaðshlutdeild á japönskum bjórmarkaði, hyggst bæta upp dræma sölu í heimalandinu með þessum kaupum. Vín verður nú sífellt vinsælla en bjór í Japan, en bjórsala hefur farið lækkandi í nánast tvo áratugi.

Kaupverðið sem Asahi hefur boðið fyrir vörumerkin nemur einhverjum 3,5 milljörðum bandaríkjadala, sem eru um 455 milljarðar íslenskra króna.

Líklegt er að SABMiller hafi ákveðið að selja eignir sínar til þess að liðka fyrir um að samkeppniseftirlit geri AB InBev, öðrum stórum bjórframleiðanda, kleift að kaupa SABMiller í heild sinni.