Núna klukkan 10 hefst bein útsending á vef Seðlabanka Íslands þar sem ákvörðun peningastefnunefndar um að halda stýrivöxtum óbreyttum, sem Viðskiptablaðið sagði frá í morgun, verður kynnt.

Á fundinum munu þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og svara spurningum fundargesta.

Fyrr í morgun birti bankinn jafnframt stutt myndbrot þar sem Ásgeir sagði að ástæðan fyrir að bankinn hefði ekki lækkað vexti til viðbótar við þá 15 punkta lækkun sem hefur verið á árinu er að hann vilji bíða og sjá áhrifin á nýju ári.