Sacha Tueni, austurrískur unnusti Áslaugar Magnúsdóttur athafnakonu hefur fest kaup á Svefneyjum í Breiðafirði að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag . Þau eru búsett við San Francisco í Bandaríkjunum en Sacha hefur starfað í bandarískum tæknigeira, meðal annars hjá Facebook.

Áslaug segir við Morgunblaðið að þau muni nota Svefneyjar sem sumarheimili og jafnvel dvelja þar og vinna um lengri tíma.  Mikil hlunnindi fylgja jörðinni, bæði af æðavarpi og þá hefur Þörungaverksmiðjan á Reykhólum sótt þangað þara. Áslaug segist því stefna að því að nýta þörunga í hennar nýjustu fatalínu, Kötlu.

Heilsársbúskapur var í eyjunum fram á árið 1979 en þá flutti Nikulás Jensson bóndi flutti til Svíþjóðar. Síðan þá hafa eyjarnar einna helst verið nýttar á sumrin. Seljendur eru börn Nikulásar sem áttu 75% hlut og Olís sem átti 25% hlut.

Áslaig hefur einnig uppi áform um að byggja hótel í Svínhólum nærri Höfn í Hornafirði.