Þegar við komum inn var WOM með 200 þúsund kúnna og 650 starfsmenn. Núna erum við komnir með 1.600 starfsmenn og 3,7 milljónir viðskiptavina,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson, um fjarskiptafyrirtækið WOM í Chile, sem fjárfestingafélag hans Novator keypti árið 2015.

Björgólfur hefur einnig hug á að fjárfesta í Argentínu og fundaði með iðnaðarráðherra Argentínu vegna þess í Davos í Sviss fyrir rúmri viku . Ákjósanlegast væri ef hægt væri að fara sömu leið og í Chile.

„Það liggur langljósast við að við gætum farið með sama vörumerki og viðskiptalíkan og í landinu við hliðina á. Það er ekkert þar með sagt að það gangi eftir.“ segir Björgólfur.

Novator hefur verið stór hluthafi í fjarskiptafyrirtækinu Play í Póllandi í rúman áratug.

„Play hefur verið frábært vörumerki og gengið vel þar en við hefðum aldrei farið með það til Eystrasaltsríkjanna, Þýskalands eða Úkraínu. Þó að það hefði verið ákjósanlegt hafa ekki myndast forsendur fyrir því.“