Nýjustu hagtölur benda til þess að atvinnuleysi hafi farið hækkandi í Frakklandi á undanförnum misserum. Atvinnuleysið má rekja til verri stöðu í ferðaþjónustu.

Alls eru 3,56 milljónir atvinnulausir í Frakklandi, en atvinnuleysið jókst um 1,4% í ágúst.

Frá árinu 2015, hafa 200 einstaklingar misst lífið innan landamæra Frakklands sökum hryðjuverka. Hryðjuverkaógnin hefur því fælt ferðamenn frá landinu, sem kjósa að halda sig heima.

Atvinnuleysi hefur ekki batnað mikið á stjórnartíð Francois Hollande, og er því líklegt að sósíalistinn munu ekki njóta mikils stuðnings í næstu kosningum.