Í febrúar voru 10.300 manns atvinnulusir, eða 5,0% af vinnuaflinu, meðan atvinnuþátttakan var 80,4% og hlutfall starfandi var 77,5%, samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum upp úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands .

Leitni atvinnulífsins síðustu sex mánuði, einnig árstíðarleiðrétt, hefur stigið úr 3,7% í september í 4,0% nú í febrúar. Á sama tíma fór leitni hlutfalls starfandi úr 77,8% í 77,6%, og atvinnuþátttakan fór úr 80,8% í 81,1% á sama tímabili.

Áætlað er að um 203.100 manns á aldrinum 16 til 74 hafi verið á vinnumarkaði í febrúar, samkvæmt óleiðréttri mælingu, en það jafngildir 78,2% atvinnuþáttöku. Þar af er áætlað um 192.900 manns hafi verið starfandi, en 10.200 án vinnu og í atvinnuleit.

Þannig var hlutfall starfandi af mannfjölda 74,3%, meðan óleiðrétt atvinnuleysi mældist einni 5,0%, en með þá vikmörk upp á 1,5 prósentustig. Hlutfall atvinnulsra hefur þá aukist um 1,8 prósentustig frá því í febrúar 2019, og hlutfall starfandi lækkað yfir sama tímabil um 2,1 prósentustig.