Brátt munu auglýsingar birtast á Facebook spjallinu hjá einstaklingum, að minnsta kosti þeim sem nota Messenger smáforrit fyrirtækisins að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC . Eins og sakir standa er þó enn verið að kanna hvernig hugmyndin leggst í almenning í Ástralíu og Taílandi.

Í júní sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, að Messenger smáforritið gæti orðið mikil tekjulind fyrir fyrirtækið innan fimm ára, en núna eru ekki miklar tekjur af forritinu. Hann sagði að svipað væri uppi á teningnum með WhatsApp, sem að Facebook á einnig. Auglýsingarnar verða á forsíðu spjallforritsins.

1,2 milljarðar nota Messenger forritið að sögn Facebook. í bili munu auglýsingarnar ekki birtast inn í spjallgluggum hjá einstaklingum. Þegar ýtt er á auglýsingu opnast heimasíða viðkomandi fyrirtækis, og í kjölfarið er hægt að versla vörur eða þjónustu fyrirtækisins beint í gegnum netið.