Hefðbundnir fjölmiðlar, á Íslandi sem annars staðar, hafa talsvert kvartað undan uppgangi og ágangi félagsmiðla. Þeir veiti þangað efni án umbunar, séu mikið háðir félagsmiðlum og algrími þeirra um lestur, en fái enga hlutdeild í tekjunum, sem brakandi nýjar fréttir skapa Facebook og félögum.

Nýleg rannsókn Hagstofu Íslands sýnir að um helmingur íslenskra fyrirtækja greiddi fyrir netauglýsingar árið 2017. Að meðaltali var fjórðungi birtingarkostnaðar varið til auglýsingakaupa hjá erlendum fyrirtækjum.

Það segir sig sjálft að innlendir miðlar hafa misst þar meira en einn spón úr aski sínum.