Á næstu árum munu fjárframlög hins opinbera til Afrekssjóðs ÍSÍ fjórfaldast. Framlagið hækkar úr 100 milljónum króna í 400 milljónir króna árið 2019. llugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lárus Blöndal forseti  ÍSÍ undirrituðu samning í dag að viðstöddum Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra þennan tímamótasamning.

Lárus segir samninginn þýðingarmikinn fyrir íþróttastarf í landinu. „Hér er um algera byltingu fyrir afreksíþróttir að ræða og við þökkum ríkisvaldinu fyrir að hafa trú á því að árangur í íþróttum skipti þjóðina máli, og að það þurfi aukið fjármagn til að hann náist.“

Samkvæmt Lárusi er brottfall vegna fjárhags allt of hátt. Samningurinn á styðja betur við bakið á íslensku afreksíþróttafólki og koma aðstæðum á sama stall og þekkist erlendis.