Nýleg könnun MMR á trausti almennings til ýmissa miðla við leit af upplýsingum um vörur og þjónustu sýndi að 44% sögðust bera frekar mikið eða mjög mikið traust til umsagna neytenda á netinu, sem er 9 pórsentustiga aukning frá árinu 2010. Fjöldi þeirra sem bera mikið traust til SMS auglýsinga í farsíma hefur einnig aukist mikið, eða úr 4% árið 2010 í 9% árið 2016. Þetta kemur fram í frétt MMR .

Meðmæli kunningja er sú boðleið sem neytendur treysta mest í upplýsingaleit um vörur og þjónustu. 82% svarenda í könnun MMR, sögðust bera mikið traust til meðmælenda frá fólki sem þeir þekkja. Næst eftir komu heimasíður fyrirtækja, sem 46% svarenda sögðust bera mikið traust til og þá sögðust 44% bera mikið traust til umgsagna neytenda á internetinu.

„Milli 25% og 30% sögðust bera mikið traust til tölvupósta sem viðkomandi höfðu skráð sig til að fá og auglýsinga í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. 21% sögðust bera mikið traust til ritstjórnarefnis,“  segir í greininni.