Árni Jón Pálsson, fjárfestingastjóri og meðeigandi hjá Alfa Framtaki, segir yfir 500 fyrirtæki passa inn í fjárfestingastefnu Umbreytingar II, nýs 15 milljarða króna framtakssjóðs. Aðspurður segir hann að þó að fjárfestingastefna Umbreytingar II verði sambærileg og í sjóðnum Umbreytingu, sem Alfa Framtak setti á fót árið 2018, hafi stefnan verið víkkuð út að hluta til. „Við sjáum t.d. tækifæri í að fjárfesta hluta af sjóðnum í vaxtarfyrirtækjum. Í Umbreytingu II höfum við samkvæmt fjárfestingastefnu aukið svigrúm til að fjárfesta í fyrirtækjum sem þurfa á fjármagni að halda til að stuðla að hröðum vexti. Í Umbreytingu var, vegna óvissu í efnahagslífinu, lögð megináhersla á stöndug rótgróin fyrirtæki með sterkan efnahag sem gætu lifað af hvaða sveiflur sem er."

Markús Hörður Árnason, fjárfestingastjóri og meðeigandi hjá Alfa Framtaki, bendir á að mikil gróska hafi átt sér stað í fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja undanfarin misseri. „Það hefur mikið fjármagn verið sett í vísisjóði sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Við viljum geta gripið tækifærin þegar þau láta sjá sig og eiga möguleika á að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafa sótt mikið fjármagn á sprotastigi en vantar svo fjármagn til að ná Hreyfiafl í íslensku atvinnulífi Það eru yfir 500 íslensk rekstrarfyrirtæki sem eru hluti af okkar fjárfestingarmengi. miðvikudagur 13. apríl 2022 viðtal 13 næsta stigi. Við stefnum líka á að styðja við slík fyrirtæki."

Þeir segja sjóðinn ekki horfa til þess að einblína á ákveðna geira, en þeir hafi þó skoðanir á hvaða geirum þeir vilji vera í og hverjum ekki. Það sé erfitt að vera með mjög þrönga stefnu á Íslandi vegna smæðar markaðarins. „Við sjáum mikil tækifæri í íslensku atvinnulífi og viljum styðja öfluga stjórnendur sem eru með metnaðarfull markmið og skýra sýn. Það eru mörg fyrirtæki sem eiga erindi út fyrir landsteinana en skortir fjármagn, þekkingu og tengingar. Það er eitthvað sem við getum hjálpað fyrirtækjum við. Við búum yfir fjármagni auk þess sem í baklandinu okkar og tengslaneti býr mikil þekking og alþjóðleg reynsla. Þessi þekking og reynsla getur gert gæfumuninn fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja ná árangri, hvort sem það er hérlendis eða erlendis," segir Árni.

„Við viljum vera virkir hluthafar og koma með meira virði að borðinu en bara fjármagn. Við höfum kynnst miklum fjölda fyrirtækja og sjáum þvert á fyrirtæki og geira hvað er að virka og hvað ekki. Þessari þekkingu getum miðlað með ýmsum leiðum, m.a. í gegnum stjórnarstörf," segir Markús. „Við viljum almennt eiga meirihluta í fyrirtækjum og erum óhrædd í ákveðnum tilvikum að eiga þau 100%. Við útilokum þó ekki að eiga minnihluta."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .