Kosningastefnur allra flokka sem bjóða sig fram til Alþingis, að undanskildum Sjálfstæðisflokknum, munu leiða af sér meiri halla ríkissjóðs en nú er gert ráð fyrir í fjármálaáætlun. Áætlun Sjálfstæðisflokkinn er á pari við fjármálaætlun, sem gerir ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 320 milljarða króna í ár, eða 10,2% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka atvinnulífsins, SA, og Viðskiptaráðs Íslands, VÍ.

Samtökin óskuðu eftir mati flokkanna á áhrifum eigin loforðum en einungis Píratar, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn svöruðu beiðninni. Hjá öðrum flokkum voru áhrifin alfarið áætluð af SA og VÍ út frá stefnuskrám.

Alls eru útgjöld flokkanna 340 talsins en þar af munu aðeins 56 þeirra hafa jákvæð áhrif á afkomu. Útgjaldaloforðin eru því fimmfalt fleiri en tekjuloforð.

Sjá einnig: Hvernig væru þín fjárlög?

Stefnuskrá Sósíalistaflokksins og Frjálslyndi lýðræðisflokksins munu leiða af sér mestu breytingarnar á afkomu ríkissjóðs og auka halla ríkissjóðs um 200 milljarða króna miðað við neðri mörk áætlunar SA og VÍ. Ríkishallinn aukast um allt að 274 milljarða miðað við efri mörkin hjá Sósíalistaflokknum. Miðflokkurinn fylgdi þar á eftir með 136 milljörðum í aukinn halla.

Líkt og kom fram að ofan gerir stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins ráð fyrir óbreyttri afkomu ríkissjóðs. Stefnuskrá Viðreisnar fylgir þar á eftir en hún gerir ráð fyrir 6 milljörðum í aukinn halla. Miðað við áætlun Samfylkingarinnar mun hallinn aukast um 13 milljarða og situr þar í þriðja sæti. Áætlun Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir eignaskattar og hækkun veiðigjalda auki tekjur ríkissjóðs um 17 milljarða.

Kosningaloforð Pírata, Flokks fólksins, Vinstri grænna, og Framsóknarflokksins munu auka halla ríkissjóðs um 40-59 milljarða króna. Á vef Viðskiptaráðs má finna áætlun á áhrifum stefnuskrár hvers flokks á tekjur, gjöld og afkomu ríkissjóðs.

Mynd tekin af vef Viðskiptaráðs.

Bent er þó á að flokkarnir sem svöruðu beini samtakanna eru ekki að fullu samanburðarhæfir. Annars vegar þar sem Píratar gera ráð fyrir bættum efnahagsforsendum, eða svo bættum að það sem í fyrstu virðist aukinn halli verður stóraukinn afgangur, annars vegar vegna aukinna skatttekna vegna umsvifa og hins vegar minni útgjalda vegna atvinnuleysis. Einnig geri Viðreisn ráð fyrir bættum forsendum en þó á umtalsvert minni skala en Píratar. Í báðum tilfellum hefur verið horft fram hjá þeim svo að áætlanir séu samanburðarhæfar. Í öðru lagi segja samtökin ljóst að flokkarnir sem svöruðu beiðninni hafa fleira á stefnuskránni en það sem kemur fram í svarinu sem flækir samanburð þeirra við þá flokka sem sendu ekki áætlanir.