Sentix rannsóknarhópurinn sem gerir vikulegar markaðskannanir sem miða að því að meta viðhorf aðila ásamt væntingum og aðgerðum fjárfesta metur auknar líkur á að eitthvað land muni yfirgefa evrusvæðið á næstu 12 mánuðum.

Tölfræðiupplýsingar rannsóknarhópsins mæla um 400 mismunandi vísitölur sem eru notaðar víða af markaðsaðilum til að meta viðhorf aðila á hlutabréfamörkuðum.

Nú meta yfir fjórðungur aðspurða fjárfesta svo að eitthvað eitt land muni yfirgefa evrusvæðið á næstu 12 mánuðum, vegna aukinnar stjórnmálalegrar óvissu bæði í Frakklandi og Ítalíu. Fyrir höfðu þeir haft áhyggjur af stöðu Grikklands í evrusvæðinu.

Er vísitala úrsagnar nú komin í 25,2%, sem er mjög nálægt því sem hún náði í júní 2016 þegar áhyggjurnar yfir því hvort Bretland myndi ganga úr sambandinu voru sem mestar, en þá fór vísitalan mest upp í 27,5%.

Í febrúarmánuði mældust líkurnar á því að Frakkland myndi yfirgefa Evrusvæðið vera 8,4%, sem er aukning frá janúarmánuði þegar þær mældust 5,7%, og er þetta sögulegt hámark fyrir Frakkland.

Á sama tíma eru líkurnar á því að Ítalía yfirgefi evrusvæðið 13,9% en vísitalan fór hæst í júlí 2012 þegar hún náði 73%, að því er segir í frétt rannsóknarhópsins.