Efnahags- og viðskiptanefnd hefur lagt fram frumvarp sem er ætlað að veita þeim með langan starfsaldur og langan lífaldur tilteknar heimildir til milligöngu um sölu fasteigna. Lagaumhverfi fasteignasala var nýverið breytt á þann hátt að einugis þeim sem hefðu löggildingu til að selja fasteignir höfðu heimild til að sinna helstu störfum, sölufullrúum á fasteignasölum var því óheimilt að sinna þeim störfum sem þeir höfðu áður gert.

Samkvæmt því lagafrumvarpi sem nú hefur verið lagt fram eru heimildir þeirra sem hafa yfir 20 ára starfsaldur sem sölumenn fasteigna og hafa yfir náð yfir 50 ára aldri heimilt að framkvæma tiltekin verkefni í tengslum við sölu fasteignar. Þau verkefni sem þeir mega sinna eru:

  • að aðstoða fasteignasala við gerð söluyfirlits,
  • að aðstoða fasteignasala við gerð kauptilboðs.
  • að sýna fasteign enda liggi fyrir samþykki seljanda þar að lútandi,
  • að aðstoða fasteignasala við gerð fjárhagslegs uppgjör.

Einnig eru auknar heimildir fyrir nemendur í námi til löggildingar í sölu fasteigna og skipa. Þeim sem hafa byrjað nám til löggildingar og lokið einni önn er heimilt að starfa sem sölumen og sinna sömu verkefnum og eru tilgreind hér að ofan.