Flugfélagið British Airways mun hætta notkun á öllum sínum Boeing 747. Ólíklegt er að félagið muni nota júmbó þoturnar aftur en þær eru 31 talsins og eru því um 10% af heildarflota félagsins.

Ekkert annað flugfélagið til þessa hefur haft jafn margar flugvélar af þessum toga í flota sínum. Félagið lagði til með að hætta notkun á vélunum árið 2024, í skiptum fyrir sparneytnari vélar, en sökum áhrif af heimsfaraldrinum hefur því verið flýtt. Félagið hyggst ná að kolefnisjafna rekstur sinn fyrir 2050.

Ákveðin tímamótaskipti er að ræða þar sem félagið hefur notað vélarnar í um 30 ár. Umfjöllun á vef BBC.