Netverslunar risinn Amazon hyggst bæta við sig 7.000 störfum í Bretlandi fyrir árslok, sem eru til viðbótar við þau 3.000 störf sem félagið hefur nú ráðið í á þessu ári. Öll eru þau til frambúðar.

Eftir ráðninguna munu starfa um 40.000 manns hjá félaginu í Bretlandi og munu fást að lágmarki 9,5 pund, andvirði 1.800 krónur, fyrir hverju vinnustund. Félagið hefur sætt mikla gagnrýni frá verkalýðsfélögum vegna þess hvernig farið er með starfsfólk félagsins.

Samkvæmt nýjustu tölum hefur netverslun aukist um ríflega helming í kjölfar þess að heimsfaraldurinn skall á og er nú tæplega þriðjungur af allri smásöluverslun Bretlands.

Sú þróun kann að skýra aukin umsvif og hækkun hlutabréfa hjá Amazon. Umfjöllun á vef breska ríkisútvarpsins BBC.