Bandaríkjadalur hefur styrkst mikið gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims að undanförnu. Óvissa í alþjóðamálum og væntingar um að bandaríski seðlabankinn muni verða hækka stýrivexti hraðar en aðrir seðlabankar vegna vaxandi verðbólgu í alþjóðahagkerfinu .

Fram kemur í umfjöllun Financial Times að DXY-vísitalan, sem mælir gegni Bandaríkjadals gegn myntkörfu annarra gjaldmiðla, hafi ekki verið hærri síðan árið 2017. Vísitalan þarf ekki að hækka mikið til að Bandaríkjadalur nái sínum mesta styrk gagnvart öðrum gjaldmiðlum í meira en tvo áratugi.

Gengi evru gagnvart dalnum nam 1,0524 á gjaldeyrismörkuðum i gær og hefur ekki verið veikari síðan í apríkl 2017. Financial Times hefur sérfræðingum á markaði að fjárfestar séu í vaxandi mæli að skortselja evruna og taka í stöðu í Bandaríkjadal vegna væntinga um að verðbólgan verði þrálátari austanhafs en vestan. Evran hefur statt og stöðugt veikst gagnvart dalnum frá því í febrúar og er það hald manna að innrás Rússa í Úkraínu og áhrif hennar á hagkerfi álfunar geri að verkum að Evrópski seðlabankinn verði tregur í taumi þegar kemur að auknu peningalegu aðhaldi vegna verðbólgu. Á sama tíma efast fæstir um yfirlýsingar þeirra sem stýra bandaríska seðlabankanum um aðgerðir gegn verðbólgunni og sjá fram á frekari stýrivaxtahækkanir vestanhafs.