Sam­kvæmt hlut­haf­alista Icelandair er SFC For­esta Master Fund L.P, í stýringu banda­ríska vogunar­sjóðsins Stone For­est Capi­tal, orðinn 14. stærsti hlut­hafi Icelandair með 1,41% hlut.

Sjóðurinn á hluta­fé í Icelandair fyrir 400 milljónir og er markaðs­virði þess 656 milljónir króna miðað við nú­verandi gengi, 1,64 krónur. Fé­lagið er með tæp­lega 138 milljónir dollara í stýringu eða jafn­gildi um 17 milljarða ís­lenskra króna.

Stone For­est Capi­tal er með um 138 milljónir dollara í stýringu og leggur á­herslu á fjár­festingar í ný- og vaxtar­mörkuðum. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 af Brad Line­den­baum og er með höfuð­stöðvar í New York.

Þá hefur fjárfestingasjóðurinn Bain Capital komist að samkomulagi við Icelandair um kaup á 16,6% hlut í félaginu fyrir um 8,1 milljarð króna. Kosið verður um aðkomu Bain Capital að Icelandair á hluthafafundi þann 23. júlí næstkomandi.