Bankar koma til með að flytja starfsemi sína frá Bretlandi og þá sér í lagi Lundúnum, þar sem að obbinn af þeirri starfsemi fer fram. Búast þeir við „harkalegri“ útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem myndi þýða að þeir myndu ekki verða hluti af innri markaði ESB eftir útgöngu. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Anthony Browne, forstjóri samtökum fjármálafyrirtækja í Bretlandi (BBA), segir að bankarnir búi sig nú undir flutninga og að margir smærri bankar hyggist flytja sig fyrir jól og að stærri bankar geri slíkt hið sama á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017.

Líklegt er að bankarnir flytji sig yfir til annarra borga í Evrópu á borð við Frankfurt, Parísar og Amsterdam.

Mikið í húfi

Mikið er í húfi fyrir Bretland, þar sem að bankar sem störfuðu í Bretlandi árin 2014 og 2015 borguðu um 66 milljarða punda í skatta þau ár, sem samsvarar um 9.282 milljörðum íslenskra króna.

Einnig hefði þetta þau áhrif að hluti af þeirra milljón starfsmanna sem starfa við breska banka munu einnig flytja af landi brott. Þetta eru starfsmenn sem eru hálaunaðir og borga þeir því háa skatta.