Japanska lögreglan hyggst banna Yagmaguchi-gumi genginu að gefa börnum sælgæti um næstkomandi hrekkjavöku. Ákvörðunin er vegna ótta um stríð milli Yagmaguchi og annars gengis en frumvarp þess efnis hefur ekki enn verið lagt fram.

Ef frumvarpið yrði samþykkt gæti endurtekin brot þýtt upp að sex mánaða fangelsisdóm eða sekt að hámarki 3.700 pund, um 650 þúsund krónur. Guardian segir frá.

Hefðin um að gefa börnum sælgæti hefur ríkt frá árinu 2013 en ástæðan er sögð vera til að betrumbæta álit fólks á genginu. Í félaginu var um sinn helmingur allra gengismeðlima í Japan og virði um 6,6 billjónir dollara. Í dag eru um 8.900 meðlimir.