Í dag tekur gildi breytt fyrirkomulag varðandi akstur hópbifreiða um miðborg Reykjavíkur. Rútur og bifreiðar yfir átta metra á lengd bannaðar á ákveðnum svæðum. Einnig verða settar upp sérmerktar stoppistöðvar fyrir ferðamenn á svæðinu. Hægt er að kynna sér bannið nánar á vef Reykjavíkurborgar.

Um 90 athugasemdir bárust þegar tillagan var lögð fram í byrjun árs. Reglurnar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði 3. maí og í borgarráði 1. maí síðastliðinn. 12 „sanfstæði“ verða í miðborginni. Einnig verður kannaður grundvöllur þess að koma fyrir biðskýlum á völdum stöðum þegar reynsla er komin á notkun safnstæðanna.

„Ekið verður upp Eiríksgötu og niður Njarðargötu, upp Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Þá verður ekið austur Túngötu og Vonarstræti. Umferð hópbifreiða er heimil í báðar áttir á öðrum akstursleiðum,“ segir í frétt Reykjavíkurborgar.