Á ársfundi atvinnulífsins 2019 sem nú er að hefjast í Eldborgarsalnum í Hörpu og stendur yfir til 16.00 munu þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður samtakanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, flytja ávörp.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun verður þar farið yfir söguna, en  þeir Ásmundur Stefánsson fyrrverandi forseti ASÍ og Þórarinn Viðar Þórarinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri forvera SA, Vinnuveitendasambands Íslands segja frá þjóðarsáttasamningunum sem skiptu sköpum.

Jafnframt verður horft fram til næstu 20 ára, en í ár fagnar félagið 20 ára afmæli sínu. Jafnframt rituðu formaðurinn og framkvæmdastjórinn grein um áskoranir framtíðarinnar í Viðskiptablaðinu í dag .

Hér má sjá beina útsendingu frá ársfundinum: