Fulltrúar Bankasýslu ríkisins fara yfir söluferlið á Íslandsbanka á opnum fundi fjárlaganefndar sem hefst klukkan 9.

Fundurinn átti upphaflega að fara fram á mánudaginn en var frestað þar sem Bankasýslan bað um meiri tíma til að svara spurningum nefndarinnar. Bankasýslan birti svo minnisblað í gær með svörum við spurningum nefndarinnar þar sem farið var yfir söluferlið.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: