Áskoranir sem blasa við í heilbrigðiskerfinu næstu áratugi verða til umræðu á fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og Samtaka verslunar á þjónustu (SVÞ) í dag klukkan 16.00. Fyrir þau sem ekki komast á fundinn verður streymt frá honum og má nálgast útsendinguna hér að neðan.

Meðal framsögumanna á fundinum verða Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, læknirinn Gunnlaugur Sigurjónsson og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. Fundarstjóri er Dagný Jónsdóttir, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja.

Samhliða fundinum birta SA og SVÞ tillögur að mögulegum aðgerðum og úrbótum til að efla kerfið en útgáfan ber heitið „Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun – Nýjar áherslur“ .

Útsendinguna má nálgast hér

Dagskrá fundarins:

  • Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun, nýjar áherslur - Halldór Benjamín Þorbergsson – framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
  • Að horfa heim á íslenskt heilbrigðiskerfi, Björn Zoëga – forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð
  • Reynsla heilsugæslunnar af fjölbreyttum rekstrarformum, árangur og áskoranir - Gunnlaugur Sigurjónsson – læknir og stofnandi Heilsugæslunnar Höfða
  • Samningagerð í heilbrigðisþjónustu - Kristján Guðmundsson, háls-nef- og eyrnalæknir
  • Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect
  • Reynsla notanda, saga úr íslensku heilbrigðiskerfi, Guðmundur Grétar Bjarnason – eftirlaunaþegi
  • Fundarstjóri: Dagný Jónsdóttir – formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja