Á réttum forsendum! er yfirskrift Janúarráðstefnu Festu sem fer fram í Hörpunni frá kl. 09:00 til kl 12.00 í dag. Beint streymi af ráðstefnunni, sem er sú stærsta hér á landi þegar kemur að sjálfbærnimálum að sögn aðstandenda, má finna hér að neðan.

Þátttakendur í umræðum eru sérfræðingar og stjórnendur sem vinna að því að finna leiðir til að efla sjálfbærni fyrirtækja. Á ráðstefnunni verða framsögur Katrin Bosworth og Johan Rockström, tveggja heimsþekktra fræðimanna, sýndar en þau hafa leitt umræðu á alþjóðasviðinu þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálefnum.

Í kjölfar framsagna verða pallborðsumræður þar sem íslenskir fræðimenn og stjórnendur úr atvinnulífinu munu ræða helstu áskoranir á sviði sjálfbærni og loftslagsmála.

- Hvernig getur fjármagn stuðlað markvisst að sjálfbærri framtíð? - Langtímahugsun og sýn fjárfesta! - Ásthildur Otharsdóttir , stjórnarformaður Frumtak Venture stýrir umræðum.

- Breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur: Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið! - Tómas N. Möller , formaður Festu stýrir umræðum.

- Orkuskipti og hringrásarhagkerfið! - Aðalheiður Snæbjarnardóttir , sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum og fulltrúi Festu í Loftslagsráði stýrir umræðum.

Meðal þátttakanda eru;

  • Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA
  • Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar
  • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
  • Eva Margrét Ævarsdóttir - lögmaður og ráðgjafi á sviði sjálfbærni hjá LEX
  • Friðrik Larsen, dósent við HÍ og framkvæmdastjóri brandr Global
  • Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna
  • Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnun Sæmundar Fróða
  • Halla Hrund Logadóttir Orkumálastjóri
  • Jens Þórðarson, forstjóri Geo Salmo
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
  • Lára Kristín Þorvaldsdóttir, umhverfisverkfræðingur á samfélagssviði hjá EFLU
  • Sigríður Guðjónsdóttir, sérfræðingur í notendarannsóknum á Þjónustu og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar
  • Sigurlína Ingvarsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi hjá Ingvarsdóttir ehf. Situr í stjórnum CRI, Eyris Vaxtar, Solid Clouds og Mussila
  • Soffía Gunnarsdóttir, forstöðumaður eignastýringasviðs Birtu lífeyrissjóðs