Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu munu sitja fyrir svörum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst klukkan 9. Til umræðu verður skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta ársins 2020.

Á síðasta fundi ársins lækkaði peningastefnuefnd Seðlabankans stýrivexti í 0,75%. Búast má við að farið verði yfir horfur í efnahagsmálum, viðbragða Seðlabankans við faraldrinum og hvers megi vænta næstu misseri.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: