Benedikt Rúnar Steingrímsson er kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fasteignafélagsins Regins eftir kaup Regins á 45% hlut í fasteignafélaginu FM-húsum . Reginn á FM-hús nú að fullu en það keypt 55% hlut í félaginu árið 2016.

Reginn greiddi fyrir hlutinn í FM-húsum nú, með útgáfu nýs hlutafjár til eigenda FM-húsa. Eftir viðskiptin á Benedikt 1,57% hlut í Reginn og er því 19. stærsti hluthafi fyrirtækisins.

Benedikt Rúnar varð í hópi hæstu skattgreiðenda á landinu á í kjölfar viðskiptanna að því er Mbl.is greindi frá . Benedikt greiddi 112.971.635 krónur í opinber gjöld vegna ársins 2016.