Birgitta Jónsdóttir segir flokkana fimm sem stefni að ríkisstjórn vera ólíka, og Píratar setji sig ekki í þá stöðu að vera við borðsendann, heldur sé þetta samstarf allra flokkanna.

Kemur þetta fram í máli hennar í kjölfar þess að hún hlaut stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forsetans eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um.

Birgitta segir að Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar og Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, hafa hist, en stóru hindranirnar eru fjáraflanir fyrir uppbyggingu innviða, s.s. skattar og sjávarútvegsmálin.

Sátt komin í stjórnarskrármálinu milli flokkanna

Píratir leggi þó áherslu á uppbyggingu í heilbrigðismálum og stöðu vinnumarkaðarins, auk þess að þingið hafi meiri völd og virðingu.

Birgitta segir mörg forsætisráðherraefni úr flokkunum og að þau séu í raun þrjú með umboðið, en samkomulag hafi verið að hún kæmi ein og myndi sækja það enda hefð fyrir slíku.

Þessir fimm flokkar hafi náð að setja saman áætlun um hvernig vinna ætti að stjórnarskrárbreytingum og segir hún Pírata ekki vera hindrunina fyrir að samkomulag náist.