Háskólinn á Bifröst, Aarhus háskóli og University College of Dublin, Sutherland School of Law ætla að fara í samstarf um sameiginlega meistaragráðu í viðskiptalögfræði, en lögfræðisvið Háskólans á Bifröst hlaut nýverið styrk til að þróa verkefnið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bifröst nú í morgun.

Fyrsta vinnufundi háskólanna þriggja lauk nú í vikunni en undirbúningsvinna mun áfram fara fram næstu tvö árin.

Helga Kristín Auðunsdóttir leiðir verkefnið fyrir hönd Háskólans á Bifröst segir að verkefnið sé „metnaðarfullt og það er sérstaklega ánægjulegt að vera í samstarfi við tvær sterkar lagadeildir sem þessar við að þróa sameiginlega meistaragráðu í lögfræði.“