Bílaframleiðandinn Fiat Chrysler ætlar að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni með því að framleiða milljón stykki af andlitsgrímum á mánuði. Hyggst bílaframleiðandinn senda þær til aðila sem sjá um neyðaraðstoð í Norður-Ameríkulöndunum Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Reuters greinir frá þessu.

Nokkur önnur stór framleiðslufyrirtæki er sögð ætla að hefja framleiðslu á öndunargrímum fyrir þungt haldna sjúklinga á Ítalíu, en mikill skortur er á slíkum grímum í landinu. Líkt og þekkt er orðið hefur kórónuveiran leikið Ítalíu grátt og ríkir neyðarástand víða um land vegna hennar.

Sú ákvörðun Fiat Chrysler að dreifa grímunum til Norður-Ameríku fremur en í heimalandinu Ítalíu, þykir undirstrika þann vanda sem alþjóðleg fyrirtæki standa frammi fyrir við val á hvaða landsvæðum þau bjóði fram aðstoð sína.