Á fyrstu sex mánuðum ársins flaug Icelandair með um það bil helmingi færri farþega en Wow air. Á sama tíma í fyrra var munurinn nær því að vera þrefaldur. Farþegum Wow air fjölgaði um 650 þúsund á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma fjölgaði farþegum Icelandair um 200 þúsund þetta kemur fram í umfjöllun Túrista um farþegafjölda íslensku flugfélaganna.

Bilið á milli flugfélaganna tveggja hefur minnkað hratt á síðustu árum eða frá því að Wow air hóf flug til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum síðan. Árið 2013 var Icelandair 547% stærri en Wow air í farþegum talið en á fyrri helmingi ársins er Icelandair einungis 146% stærra flugfélag en Wow air í farþegum talið.

Í þessum mánuði tekur Wow air nýjar Airbus A321neo flugvélar í notkun. Þar með verða þoturnar í flugflota Wow air 17 talsins og rúma alls 3.338 farþega eða 196 að jafnaði. Í þeim 30 flugvélum sem Icelandair hefur að skipa eru 5.805 sæti og er meðalsætafjöldin því 193,5. Á næsta ári fær Icelandair afhent fyrstu Boeing MAX vélarnar afhentar en félagið gekk frá pöntun á sextán slíkum og á auk þess kauprétt á átta vélum í viðbót.