Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og einn helsti leiðtogi Pírata, líkir miðborg Reykjavíkur við Disneyland í erlendum fjölmiðlum. Píratar mælast stærsti flokkurinn samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun.

„Það er eins og þetta sé ekki borgin mín lengur,“ segir Birgitta í samtali við breska blaðið Telegraph . „Þetta er eins og Disneyland niðrí bæ.“

Orð sögð í víðlesnum erlendum fjölmiðli

Blaðið er eitt víðlesnasta blað Bretlands, sem er einn mikilvægasti ferðamannamarkaður Íslands, og ljóst er að fréttir blaðsins eru lesnar út um allan heim.

Koma ummælin í frétt blaðsins um mikinn vöxt ferðamennsku hér á landi, í kjölfar þess að á árinu að hann náði því stigi að heildarfjöldi bandarískra ferðamanna í landinu verði fleiri en íbúar landsins.

Í viðtalinu segir Birgitta að flokkur sinn vilji setja takmarkanir á fjölda ferðamanna sem geti heimsótt náttúruperlur utan borgarinnar, sem hún segir oft skorta grunnaðstöðu eins og salernisaðstöðu. Jafnframt segist hún að flokkurinn myndi skattleggja hótel til að greiða fyrir innviðauppbyggingu í ferðamannaiðnaðinum.