Rafmyntin Bitcoin hefur lækkað um meira en 25% á síðustu dögum en verð hennar hefur nú fallið niður fyrir 6.000 dali eftir að hafa selst á metgenginu 7.900 dali í síðustu viku að því er kemur fram á The Wall Street Journal. Helstu ástæður að baki lækkuninni eru sagðar vera að fallið var frá uppfærslu á hugbúnaði myntarinnar, áhyggjur af útgáfu framtíðarsamninga með Bitcoin (e. futures) ásamt vaxandi ótta um bólumyndun á verði hennar.

Þrátt fyrir lækkunina hefur Bitconi hækkað um 500% í ár og markaðsvirði hennar er um 100 milljarða dollara.