Það sem af er degi hefur gengi rafmyntarinnar Bitcoin hækkað úr tæplega 17 þúsund Bandaríkjadollurum í rúmlega 19 þúsund dollara. Þegar þetta er ritað stendur gengi Bitcoin í tæplega 19.279 dollurum.

Frá mánudeginum hafði gengi Bitcoin sveiflast á bilinu 16.000 til 17.500 dollarar eftir gríðarlega verðhækkun vikuna á undan. Hækkunin er rakin til aukinna viðskipta með Bitcoin í Japan og Suður-Kóreu.

Markaðsvirði Bitcoin er nú 323 milljarðar Bandaríkjadollara. Er það meira en markaðsvirði Bank of America (302 milljarðar), Wells Fargo (295 milljarðar), Wal-Mart (288 milljarðar) og Visa (257 milljarðar).