Bandaríski gullframleiðandinn Newmont Mining Corporation hefur boðið 10 milljarða Bandaríkjadala í kanadíska fyrirtækið Goldcorp Inc. Með kaupunum á smærra fyrirtækinu yrði til stærsti gullframleiðandi í heimi, en samningurinn er metinn á andvirði 1.212 milljarða íslenskar krónur, eða sem samsvarar 1,2 billjónum króna miðað við íslensku talnahefðina.

Minnkandi gullbirgðir í jörðu og dýrari kostnaður við að ná því upp hefur leitt til þrýstings á að ná niður kostnaði í iðnaðinum. Fyrirtækin framleiða gull í norður- og suður ameríku, Ástralíu og Ghana í Afríku.

Heildarframleiðsla sameinaðs fyrirtæki nemur 6 til 7 milljón únsum á ári næsta áratuginn, en árið 2017 framleiddi Newmont 5,3 milljónir únsa, en Goldcopr 2,6 milljón únsa.

Newmont býður 0,328 bréf í eigin fyrirtæki auk tveggja senta fyrir hvert bréf í Goldcorp félaginu, sem þýðir um 11,46 dali fyrir hvert bréf. Það er um 18% yfir markaðsvirði Goldcorp við lokun markaða á föstudag að því er CNBC segir frá.