Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að bjóða upp á allt meistaranám sitt í samfelldu fjórtán mánaða námi frá og með haustinu 2018 að því er mbl.is greinir frá. Auk þess mun deildin setja á laggirnar tvær nýjar námsbrautir í meistaranámi: stjórnun nýsköpunar og stjórnun í ferðaþjónustu.

Í samtali við Morgunblaðið segir Páll Ríkharðsson, forseti viðskiptadeildar HR að styttingin sé gerð til þess að koma betur til móts við þarfir nemenda og fylgja þróun háskólastarfs um allan heim. Að víða á meginlandi Evrópu, í Bretlandi og Banadaríkjunum hafi skólar ákveðið að bjóða upp á styttra meistaranám.