Dómur Héraðsdóms Vesturlands yfir Birni Inga Hrafnssyni fjölmiðlamanni um að endurgreiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta var staðfestur í Landsrétti í dag.

Sjá einnig: Greiði þrotabúinu 80 milljónir króna

Björn Ingi var stjórnarformaður og stofnandi Pressunnar sem rak meðal annars vefmiðlana Eyjuna, 433 og Bleikt, auk þess að eiga hlut í DV. Pressan ehf. var tekin til gjaldþrotaskipta í árslok 2017.

Deilan snerist um 80 milljón króna greiðsla til Björns Inga sem kom þegar Frjáls fjölmiðlun tók yfir fjölmiðla Pressunnar í september 2017, sem sagt var vegna endurgreiðslu á láni Björns Inga við Pressuna. Raunar sagðist Björn Ingi hafa fjármagnað fjölmiðilinn um árabil.

Skiptastjóri bar því við að ekkert benti til þess að um raunverulegt lán væri að ræða og féllst dómurinn á það.