Bruggsmiðjan Kaldi hagnaðist um ríflega 16 milljónir króna á síðasta ári. Er það töluvert betri afkoma en á árinu 2020 þegar Kaldi var rekin með 24 milljóna króna tapi.

Velta fyrirtækisins jókst um 30% á milli ára. Í fyrra nam hún 405 milljónum króna samanborið við 312 milljónir árinu á undan.  Eigið fé jókst nokkuð á milli ára. Um áramótin síðustu nam það 119 milljónum króna en ári áður var eigið fé 102 milljónir.

Í skýrslu stjórnar segir að heimsfaraldurinn hafi haft veruleg áhrif á starfsemi félagsins þar sem viðskiptavinum eins og veitingahúsum og krám hafi verið gert að loka eða takmarka opnunartíma. Í skýrslunni segir að félagið hafi aðlagað starfsemi sína og hægt er og reiknar stjórnin með minni áhrifum faraldursins þegar líða tekur á yfirstandandi ár.

Stjórnin til að ekki verði greiddur arður til hluthafa árið 2022. Stærsti hluthafinn er Konný ehf., sem heldur á 52% hlut, það félag er í eigu Agnesar Önnu Sigurðardóttur og Ólafs Þrastar Ólafssonar. Birgir Ingi Guðmundsson á 29% í Kalda.

Bruggsmiðjan Kaldi á stóran hlut í Bjórböðunum eða 31%. Konný ehf. á 16% og Birgir Ingi 20%. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í vikunni þá jókst velta Bjórbaðanna um 77% á milli áranna 2020 og 2021.