Kanadíska tæknifyrirtækið BlackBerry skilaði hagnaði upp á 671 milljón dollara á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við 670 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins lækkað um 12,4% það sem af er degi.

Ástæða lækkunarinnar rakinn er til þess að tekjur fyrirtækisins voru 30 milljónum dollurum lægri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þá hefði fyrirtækið skilað tapi á ársfjórðungnum ef ekki hefði komið til greiðslu frá bandaríska fyrirtækinu Qualcomm upp á 940 milljónir vegna dómsmáls.

Hlutabréf BlackBerry hafa hækkað um 60% það sem af er ári. Er ástæða þeirrar hækkunar rakinn til þess að fyrirtækið hefur algjörlega breytt starfsemi sinni frá því að framleiða síma yfir í að framleiða hugbúnað eins og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum.