Bandaríski fjárfestingarisinn, Blackstone, hefur fest kaup á iðnaðarvöruhúsum af Colony Capital fyrir 5.9 milljarða dollara sem jafngildir 733 milljörðum íslenskra króna. Financial Times greinir frá þessu og segir fjárfestinguna til marks um að félagið reikni með áframhaldandi vexti í netviðskiptum í framtíðinni.

Kaupin eru gerði í kjölfar nokkurra svipaðra fjárfestinga af hálfu Blackstone sem hefur markvisst byggt upp eignasafn sitt í vöruhúsum víðs vegar um heiminn. Síðast í júní festi Blackstone kaup á vöruhúsum af fyrirtækinu GLP fyrir 18,7 milljarða dollara, sem er stærstu einstöku fasteignaviðskipti sögunnar, að jafngildi 3.000 milljarða íslenskra króna.

Vöruhúsin sem Blackstone keypti í dag 465 talsins og eru 60 milljónir ferfet að stærð (e. Square feet) en flest eru þau staðsett í nágrenni Dallas, Atlanta, Flórída, New Jersey og Kaliforníu.

„Þessi fjárfesting á hágæða vöruhúsum eru til marks um mikla sannfæringu okkar um að netverslun muni halda áfram að vaxa,“  hefur Financial Times eftir Nadeem Meghji, framkvæmdastjóra fasteignasviðs Blackstone.

Blackstone hefur notið góðs af mikilli hækkun fasteigna undanfarin áratug og fasteignasafn félagsins nú metið á 154 milljarða dollara eða jafngildi rúmlega 19 þúsund milljarða íslenskra króna. Í lok árs 2017 var eignasafn Blackstone hins vegar metið á 35 þúsund milljarðar dollara eða sem jafngildir um 4,5 milljónum milljarða íslenskra króna.