Kannabisframleiðendur í Bandaríkjunum hafa eignast nýjan talsmann eða því er Bloomberg greinir frá en það kunn vera John Boehner, Repúblikaninn og fyrrum forseti neðri deildar bandaríska þingsins.

Boehner er í frétt Bloomberg sagður hafa tekið sæti í stjórn Acreage Holdings sem framleiðir, vinnur og dreifir kannabisefnum í 11 fylkjum Bandaríkjanna.

Fyrir níu árum síðan sagði Boehner að hann væri á móti lögleiðingu kannabisefna og að sú afstaða væri óhagganleg. „Á síðustu 10 eða 15 árum hefur afstaða bandarísku þjóðarinnar breyst í grundvallaratriðum,“ sagði Boehner í viðtali og bætti við: „Ég upplifi mig í sömu stöðu.“

64% Bandaríkjamanna eru fylgjandi lögleiðingu kannabisefna og meirihluti er fyrir því bæði í Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum samkvæmt könnun Gallup frá því í október. Það er mesti stuðningur sem mælst hefur verið frá árinu 1969 þegar fyrst var spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna en þá voru 12% fylgjandi.